Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
4.4.2009 | 01:43
Sjónvarpið og kosningabaráttan
Samstöðubloggið mun fylgjast með kosningabaráttunni og vera með fjölmiðlarýni í því sambandi. Hér birtist fyrsta greinin.
Í gærkvöld reyndi ríkissjónvarpið að hefja kosningabaráttuna, með því að sýna sjö manns í beinni útsendingu. Þeir áttu að heita formenn eða forystumenn flokkanna, en ekkert var minnst á það að einn af þessum flokkum, að minnsta kosti, hefur ekki formann. Allt var síðan eftir því.
Alveg síðan í október hefur mótmælahreyfingin haft algera yfirburði á öllum sviðum áróðurs, fundamenningar og frumkvæðis. Nú hafði sjónvarpið tækifæri til að taka frumkvæðið að því að móta nýja tegund kosningabaráttu, með því að taka inn eitthvað af þessari öflugu, kröftugu og frumlegu menningu sem hefur mótast nú í búsáhaldabyltingunni. Nóg er af fólki sem kann það. En nei, það var ekki gert. Óðinn Jónsson ákvað að ráða sjálfur hvernig fundurinn yrði, og um hvað yrði spurt. Árangurinn varð eftir því. Jakkafatasettin svöruðu rútínuspurningunum og ekkert nýtt kom fram ... nema reynt var að gera Bjarna Benediktsson að einhverju marktæku. Kerfissjónvarpið er sérfræðingur í svona aðgerðum, það verður að bjarga kerfinu, og við beitum til þess öllum ráðum. Hugsa þau sýnist Samstöðublogginu.
Þetta hlýtur að vera verulegt vandamál. Þeir sem tóku þátt í mótmælum í október-janúar urðu áþreifanlega varir við hvað ríkisfjölmiðillinn var tilbúinn til að éta upp tölur lögreglunnar um fjölda mótmælenda, og til að þegja um efni funda, alveg þangað til hreyfingin var orðin nógu öflug til að hún yrði ekki þöguð í hel. Nú ætlar kerfissjónvarpið greinilega að reka kosningabaráttu sem endurspeglar ekki neitt af því sem fólkið í landinu hefur áhyggjur af, það var ekkert spurt um hrunið, ekkert um spillinguna, ekkert um lýðræðishallann, ekkert um neitt af því sem brennur á fólkinu. Af hverju er ekki farið út úr stúdíóinu, út í samfélagið, af hverju er fólk ekki fengið á fundi, af hverju er þetta gamla, trausta kerfisform notað enn einu sinni? Jú, vegna þess að nú á að endurreisa kerfið enn einu sinni.
Það er ekkert auðveldara en að biðja Gunnar Sigurðsson um að skipuleggja kosningafund í Háskólabíói. Hann skipulagði magnaðasta fund sem haldinn hefur verið á Íslandi fundinn með ríkisstjórn Geirs Haarde í Háskólabíói 25. nóvember 2008. Vandamálið er að Gunnar er kominn í framboð, í Norðvesturkjördæmi, fyrir Borgarahreyfinguna. En Gunnar getur varla verið eini maðurinn sem getur skipulagt fundi á óháðum vettvangi. Að minnsta kosti þá er alveg ljóst eftir kvöldið í kvöld að RÚV ræður ekki við það mikilvæga verkefni sem er að vera miðpunktur fyrir kosningabaráttuna, og það verður að finna til þess annan vettvang.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar