Leita í fréttum mbl.is

Tilkynning frá Samtökum um lýðræði og almannahag

Samtök um lýðræði og almannahag eru samtök fólks sem er fyrst og fremst lýðræðissinnað og krefst þess að Íslandi verði hér eftir stjórnað með hagsmuni almennings í huga.

Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og berjast fyrir almannahag og lýðræðis- samfélagi sem hafnar forræði og forréttindum stjórnmálaflokka samtímans. Samtökin telja augljóst að ríkisstjórnir Íslands til langs tíma og stjórnmálaflokkarnir að baki þeim hafi glatað öllum tengslum við raunverulegt líf fólksins í landinu.

Samtökin telja einnig að allir núverandi stjórnmálaflokkar séu með einum eða öðrum hætti bundnir
á klafa sérhagsmuna og/eða hugmyndafræði sem sé andstæð víðtækum almannahagsmunum og að augljóst sé að nánast öll stjórnarandstaða, hverju nafni sem hún nefnist, bíði ætíð og aðeins eftir að komast að nægtaborðinu sjálf.

Samtökin telja að nálgun stjórnvalda við uppgjör ICESAVE reikninganna og annarra skulda þjóðarbúsins erlendis sé algerlega ófær og muni valda almenningi ómældum búsifjum um ókomna framtíð og jafnvel leiða til hruns þróaðs vestræns samfélags á Íslandi.

Samtökin hafna því að ICESAVE og íslenska fjármálaútrásin hafi verið e.k. eðlileg bankastarfsemi sem beri að afgreiða með hefðbundinni gjaldþrotameðferð og krefjast þess því að ICESAVE og útrásarævintýri fjármálageirans verði afgreitt m.t.t. þess að um fjársvikamál sé að ræða.

Samtökin krefjast þess að hagsmuna almennings verði gætt í þessu máli með eftirfarandi hætti:

• Skuldir vegna ICESAVE reikningum Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki
greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um ótvíræðar skyldur Íslands.

• Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir með öllum tiltækum
ráðum og þeim skilað til eigenda eftir því sem hægt er. Leitað verði aðstoðar stjórnvalda erlendis, s.s.
hjá fjármálaráðuneytum, fjármálaeftirlitum, lögregu og leyniþjónustu ef með þarf.

• Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerði persónulega ábyrgir fyrir því sem upp á vantar.

Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands íslenska þjóðarbúsins
og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.

Nánari upplýsingar veitir: almannahagur@gmail.com eða sími 892 0294


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Samstaða

Samstaða - bandalag grasrótarhópa

Samstaða  -bandalag grasrótarhópa var félag opið öllum grasrótarhópum og einstaklingum sem vildu vinna að lýðræðisumbótum og upprætingu spillingar í stjórnkerfinu. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband